The Great Escape

Hvar?

Brighton, England

Áhorfendur

100.000

Næsta hátíð

13. - 16. maí, 2026

Bransafólk

5.000

Umsóknarfrestur

Lokað fyrir umsóknir

Tónlistaratriði

The Great Escape (TGE) er líklega frægasta hátíð sinnar tegundar í Evrópu. Um er að ræða árlega faghátíð sem fer fram um miðjan maí í strandborginni Brighton í Bretlandi. TGE tekur yfir 35 tónleikastaði víðs vegar um borgina og býður jafnan upp á um 500 tónleika, þvert á stefnur.

TGE hefur orðspor á sér sem einn af mikilvægustu vettvöngunum til að uppgötva björtustu vonirnar hverju sinni og er því ómissandi viðburður fyrir listafólk, fagaðila og tónlistarunnendur almennt.

Sækja um
Tákn Tónlistarmiðstöðvar