Eurosonic Noorderslag (ESNS) í Groningen, Hollandi er ein af stærstu faghátíðum Evrópu. Hátíðin er haldin ár hvert um miðjan janúar og einblínir hún á nýja evrópska tónlist. ESNS býður upp á 350 tónleika frá hinum ýmsu tónlistarstefnum og laðar hún að sér yfir 40.000 gesti, þarf af 400 bókara frá alþjóðlegum tónlistarhátíðum.
Samhliða hátíðinni fer fram ráðstefna sem býður upp á vinnustofur, pallborðsumræður og kynningar ásamt ýmislegt annað. Hellingur af íslensku listafólki hefur stigið á stokk á hátíðinni og kjölfarið fengið ótal önnur tækifæri og má þar t.a.m. nefna Ásgeir, Vök, Sunnu Margréti, Supersport og miklu fleiri.