Nordic Folk Alliance er árleg ráðstefna og hátíð sem fagnar norrænni þjóðlagatónlist og menningu. Hún er samstarfsverkefni útflutningsskrifstofa Norðurlandanna, Danmerkur, Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar, og þátttökulöndin skiptast á að halda hátíðina. Í ár fór hátíðin fram í Uppsölum í Svíþjóð.