South by Southwest (SXSW) er árleg samkoma sem sameinar kvikmynda-, fjölmiðla-, tækni- og tónlistarhátíð og fer fram um miðjan marsmánuð í Austin, Texas. Hátíðin hófst árið 1987 og hefur hún vaxið bæði að umfangi og stærð með hverju ári síðan. Í dag er hún ein stærsta faghátíð í heimi en undanfarin ár hefur Tónlistarmiðstöð, í samstarfi við Iceland Airwaves, boðið upp á íslenskt "showcase" á hátíðinni.