Mexico Calling - Sjáið myndirnar

03 December 2025

Ásgeir Trausti kom nýverið fram á þrennum hljómleikum á goðsagnakennda tónleikastaðnum Foro Indie Rocks í Roma-hverfi Mexíkóborgar. Færeyski myrkrapopparinn Elínborg og norska poppnornin Moyka voru með Ásgeiri í för, en tónleikaröðin markaði hápunktinn í norrænu samstarfsverkefni Tónlistarmiðstöðvar og útflutningsskrifstofa í Færeyjum og Noregi sem hafði það að markmiði að skapa tækifæri fyrir norrænt tónlistarfólk á Mexíkómarkaði og mynda tengsl við fagaðila í mexíkóska tónlistariðnaðinum.

Auk tónleikaraðarinnar bauð Mexico Calling verkefnið listafólkinu upp á stuðning við markaðs- og kynningarstarf í kringum væntanlegar útgáfur þeirra og unnu þátttakendur náið með reynslumiklu fagfólki, samstarfsaðilum og sérfræðingum í Mexíkó í því skyni. 

Tilgangurinn var að tryggja listafólkinu pláss á helstu tónlistarhátíðum landsins og leggja grunn að frekara tónleikahaldi, frekari útgáfum og festu á mexíkóska markaðnum og hlökkum við til að miðla frekari fréttum af ævintýrum þeirra þar í landi í náinni framtíð. 

Myndir

Eftir Alquimiia Creativos

Lestu einnig
Allar fréttir
Tákn Tónlistarmiðstöðvar