Tónlistarsjóður veitir 12 verkefnum ferðastyrki í október úthlutun – næsti umsóknarfrestur er 30. nóvember

16 October 2025

Ferðastyrkir eru styrkir til tónlistarfólks og fagaðila sem vilja sækja sér tækifæri á stærri mörkuðum, t.d. með tónleikaferðalögum, þátttöku í sendinefndum, sölusýningum og faghátíðum (e. showcase). Einnig eru veittir styrkir til tónskálda vegna frumflutnings á tónverkum.

Styrkirnir eru veittir á tveggja mánaða fresti og rann síðasti umsóknarfrestur út þann 1. október. Í heildina bárust 35 umsóknir um alls 8.975.000 kr. og ákvað úthlutunarnefnd að styrkja 12 verkefni um 3.075.000 kr.

Næsti umsóknarfrestur fyrir ferðastyrki rennur út 30. nóv kl. 23.59.

Verkefni sem hlutu ferðastyrk í október úthlutun

Árný Margrét – 100,000 – Tónleikaferðalag um Bandaríkin

Virgin Orchestra – 300,000 – Tónleikaferðalag í Danmörku og Þýskalandi

John Grant – 100,000 – Tónleikaferðalag um Bandaríkin

ADHD – 300,000 – Tónleikaferðalag um Evrópu

Daniele Basini – 75,000 – Gítarhátíð í Lappeenranta í Finnlandi

múm – 600,000 – Tónleikaferðalag um Evrópu

Spacestation – 375,000 – Tónleikaferðalag um Evrópu

Nyrst – 450,000 – Tónleikaferðalag til Belgíu, Frakklands og Þýskalands

Eydís Evensen – 100,000 – Tónleikaferðalag um Bandaríkin

Bríet – 225,000 – Þrennir tónleikar í Berlín

Umbra – 300,000 – Tónleikar og WOMEX ráðstefna í Finnlandi

Vökufélagið – 150,000 – Þátttaka á Folkelarm í Noregi


Tónlistarmiðstöð óskar öllum styrkhöfum innilega til hamingju

Lestu einnig
Allar fréttir
Tákn Tónlistarmiðstöðvar