Ferðastyrkir eru styrkir til tónlistarfólks og fagaðila sem vilja sækja sér tækifæri á stærri mörkuðum, t.d. með tónleikaferðalögum, þátttöku í sendinefndum, sölusýningum og faghátíðum (e. showcase). Einnig eru veittir styrkir til tónskálda vegna frumflutnings á tónverkum.
Styrkirnir eru veittir á tveggja mánaða fresti og rann síðasti umsóknarfrestur út þann 1. október. Í heildina bárust 35 umsóknir um alls 8.975.000 kr. og ákvað úthlutunarnefnd að styrkja 12 verkefni um 3.075.000 kr.
Árný Margrét – 100,000 – Tónleikaferðalag um Bandaríkin
Virgin Orchestra – 300,000 – Tónleikaferðalag í Danmörku og Þýskalandi
John Grant – 100,000 – Tónleikaferðalag um Bandaríkin
ADHD – 300,000 – Tónleikaferðalag um Evrópu
Daniele Basini – 75,000 – Gítarhátíð í Lappeenranta í Finnlandi
múm – 600,000 – Tónleikaferðalag um Evrópu
Spacestation – 375,000 – Tónleikaferðalag um Evrópu
Nyrst – 450,000 – Tónleikaferðalag til Belgíu, Frakklands og Þýskalands
Eydís Evensen – 100,000 – Tónleikaferðalag um Bandaríkin
Bríet – 225,000 – Þrennir tónleikar í Berlín
Umbra – 300,000 – Tónleikar og WOMEX ráðstefna í Finnlandi
Vökufélagið – 150,000 – Þátttaka á Folkelarm í Noregi