Tónlistarhátíðin og ráðstefnan Classical:NEXT 2026 hefur opnað fyrir umsóknir um þátttöku á hátíðinni sem fer fram dagana 8.- 11. apríl 2026 í Búdapest, Ungverjalandi.
Classical:NEXT er ein af mikilvægustu alþjóðlegu samkomu þeirra sem starfa á sviði sígildarar- og samtímatónlistar og býður hátíðin upp á einstakan vettvang fyrir tónlistarfólk frá öllum heimshornum til að kynna sig og sín verkefni og tengjast fagaðilum innan geirans.
Hægt er að senda inn tillögur í fimm flokkum:
Umsóknir þurfa að berast eigi síðar en þriðjudaginn 30. september 2025. https://classicalnext.org/
Tónlistarmiðstöð hefur tekið virkan þátt í Classical:NEXT undanfarin ár og var íslenska sendinefndin árið 2025 sú stærsta sem hefur farið hingað til. Þar ber helst að nefna tónleika flautuseptettsins viibra og erindi Sigrúnar Sævarsdóttur-Griffiths á ráðstefnunni. En þar lagði hún áherslu á samstarfsmiðað tónsköpunarferli og miðlaði reynslu sinni af verkefnum á borð við The Messengers (London) og Korda Samfóníu (Reykjavík). Ásamt þeim var einnig fjöldi listafólks og fagaðila sem kynntu verkefni, sóttu ráðstefnu og tóku þátt í öflugri tengslamyndun.
Við hvetjum öll áhugasöm um að sækja um!