
Í gærkvöldi, fimmtudaginn 4. desember, hlutu Alaska1867 & Whyrun, Ásta, knackered, Kusk & Óviti, LucasJoshua og Rakel Kraumsverðlaunin við hátíðlega athöfn í Sweet Salone pop-up búðinni í vesturbænum.
Þetta er í átjanda sinn sem Kraumsverðverðlaunin eru veitt, en dómnefnd verðlaunanna fór yfir hátt í 500 íslenskar plötur og útgáfur sem komu út á árinu við val á verðlaunaplötum ársins.
Dómnefnd tilnefnir 20 plötur sem henni þykja skara fram úr hvað varðar gæði, metnað og frumleika og að lokum er 6 listamönnum veitt verðlaunin.
Kraumsverðlaununin eru ekki bundin ákveðinni tónlistarstefnu og þeim fylgja engir undirflokkar. Verðlaununum er ætlað að hampa og kynna plötuútgáfu íslenskra listamanna og hljómsveita ár hvert. Alls hafa hátt í eitt hundrað listamenn og hljómsveitir hlotið Kraumsverðlaunin fyrir plötur sínar, flestir snemma á ferlinum.
Meðal þeirra listamanna sem hlotið hafa Kraumsverðlaun fyrir plötur sínar eru; Agent Fresco, Ásgeir, Cell7, Daníel Bjarnason, Elín Hall, FM Belfast, GDRN, gugusar, Hildur Guðnadóttir, Hjaltalín, Ísafold kammersveit, JDFR, Kælan mikla, Lay Low, Mammút, Moses Hightower, Ojba Rasta, Ólöf Arnalds, Retro Stefson, Samaris, Sin Fang, Sóley, Supersport!, Una Torfa og fjölmörg fleiri.
Við óskum þeim öllum innilega til hamingju!

