Bókarar starfa yfirleitt á bókunarskrifstofu og gegna lykilhlutverki í því að móta stefnu listafólks þegar kemur að lifandi flutningi — með öðrum orðum: hvernig, hvenær og hvar listafólk kemur fram.
Bókarar vinna náið með umboðsfólki og öðrum lykilaðilum að því að samræma tónleika við aðra þætti ferilsins.
Bókarar skipuleggja tónleika og tónleikaferðir í samræmi við útgáfudagsetningar og aðra mikilvæga þætti í ferli skjólstæðinga sinna. Snemma á ferlinum geta bókarar skipt sköpum með því að koma listafólki á réttu faghátíðirnar og fyrir framan augu mögulegra samstarfsaðila.
Formlegir samningar eru sjaldgæfir, en bókarar taka yfirleitt 10% þóknun af brúttótekjum þeirra tónleika sem þeir bóka.