Tónlistarsjóður veitir 13 verkefnum ferðastyrki í ágúst – næsti umsóknarfrestur er 30. september

20 August 2025

Ferðastyrkir eru styrkir til tónlistarfólks og fagaðila sem vilja sækja sér tækifæri á stærri mörkuðum, t.d. með tónleikaferðalögum, þátttöku í sendinefndum, sölusýningum og faghátíðum (e. showcase). Einnig eru veittir styrkir til tónskálda vegna frumflutnings á tónverkum sem og fagaðila vegna starfstengdra ferða innanlands, t.d. til að sækja ráðstefnur og tengslamyndunarviðburði.

Styrkirnir eru veittir á tveggja mánaða fresti og rann síðasti umsóknarfrestur út þann 1. ágúst. Í heildina bárust 35 umsóknir um alls 10.575.000 kr. og ákvað úthlutunarnefnd að styrkja 13 verkefni um 4.300.000 kr.

Næsti umsóknarfrestur fyrir ferðastyrki er 1. október.

Verkefni sem hlutu ferðastyrk í ágúst úthlutun

Bára Grímsdóttir – 150,000 – Vinnusmiðja og tónleikar á Nordic Harp Meeting 2025

Magnús Jóhann og Óskar Guðjónsson – 200,000 – Tónleikaferðalag til Japan

Emilíana Torrini – 150,000 – Tónleikar og kvikmyndasýning á Green Man Festival

Jófríður Ákadóttir – 225,000 – Reeperbahn tónlistarhátíðin í Hamborg

Vintage Caravan – 300,000 – Tónleikaferðalag um Evrópu

Teormea sf / múm – 800,000 – Tónleikaferðalag um N-Ameríku

Ung Nordisk Musik – 600,000 – Þátttaka 8 tónskálda í Ung Nordisk Musik tónlistarhátíðinni í Finnlandi

Viiibra – 600,000 – Tónleikar í London og Hidden Notes tónlistarhátíðin í Stroud, Bretlandi

Eydís Evensen – 75,000 – Tónleikaferðalag um Evrópu

Cyber – 150,000 – Reeperbahn tónlistarhátíðin í Hamborg

Oyama – 375,000 – Tónleikaferðalag um Bretland

Kælan Mikla – 375,000 – Tónleikaferðalag um Evrópu og Bretland

Snorri Hallgrímsson – 300,000 – Tónleikaferðalag um Evrópu og Bretland

Tónlistarmiðstöð óskar öllum styrkhöfum innilega til hamingju

Lestu einnig
Allar fréttir
Tákn Tónlistarmiðstöðvar