Tónlistarsjóður – Næsti umsóknarfrestur rennur út í kvöld - 30. september

30 September 2025

Ferðastyrkir eru veittir úr deild útflutnings og eru ætlaðir tónlistarfólki og fagaðilum sem vilja sækja sér tækifæri erlendis

Umsóknarfrestur er til miðnættis 30. september og hægt er að sækja um hér

Um ferðastyrki Tónlistarsjóðs:

Upphæðir sem hægt er að sækja um:

  • 50 þúsund kr. á einstakling innanlands
  • 75 þúsund kr. á einstakling innan Evrópu
  • 100 þúsund kr. á einstakling utan Evrópu

Styrkir eru ekki veittir aftur í tímann og við mat á umsóknum um ferðastyrk litið til eftirfarandi atriða:

  • Er tónlistarmanneskjan/hópurinn tilbúinn fyrir útflutning (e. ‘export ready’)?
  • Mikilvægi tónleikanna/viðburðarins fyrir útflutning tónlistarinnar.
  • Fjölda tónleika á tónleikaferðalagi.
  • Er um frumflutning að ræða (fyrir tónskáld)?
  • Er fjárhagsáætlun raunhæf og sýnir fram á sannarlega fjárþörf. Hér má sjá sniðmát fyrir fjárhagsáætlun.

Lestu einnig
Allar fréttir
Tákn Tónlistarmiðstöðvar