State of The Art 2025 tilkynnir dagskrá - Boðhlaup, hringekjur, barokk og prakkaraskapur

25 September 2025

Dagskrá State of The Art hátíðarinnar kynnt! 

Ein framsæknasta tónlistarhátíð á Íslandi verður haldin í annað sinn víðsvegar um höfuðborgarsvæðið dagana 7. - 12. október. State of the Art er ný hátíð sem blandar stefnum og straumum og býður upp á ýmis konar tónlist í óhefðbundnu samhengi. Meðal hápunktanna í ár er boðhlaup söngvaskálda, tónskáldahringekjan, barokk á klúbbnum ásamt tónleikum Flona með Supersport og pólska píanóundursins Hania Rani.

Stofnendur State of the Art hafa komið víða við í listalífinu og fengist við kvikmyndatónlist, vinsældapopp, tilraunamennsku, samtímatónlist og margt fleira í alþjóðlegu samhengi en listrænt teymi hátíðarinnar samanstendur af Bjarna Frímanni Bjarnasyni, Sverri Páli Sverrissyni, Bergi Þórissyni og Magnúsi Jóhanni Ragnarssyni. Hátíðin er stofnuð í þeim tilgangi að skapa nýjan vettvang til aukins samstarfs milli listamanna, auka blöndun strauma og stefna og leita að nýju samhengi fyrir tónlist á ýmsum aldri. Hún er ekki bundin við eina ákveðna tónlistar- eða listastefnu heldur setur sígilda tónlist í nýtt samhengi, blandar saman listamönnum úr mismunandi stefnum og setur listafólk sem aldrei hefur unnið saman áður í nýjar aðstæður.

Hátíðarpassar veita aðgang að öllum viðburðum hátíðarinnar og eru til sölu á tix.is

Einnig er hægt að fá miða á staka tónleika. Nánar má lesa um dagskrá hátíðarinnar á www.stateoftheartfestival.is

Dagskrá State of The Art 2025

Þriðjudagur 7 október, 20:00

Norðurljós, Harpa

Boðhlaup Söngvaskálda
GDRN, Mugison, Jón Jónsson, KK, Bríet, Elín Hall, Bjarni Daníel og Una Torfa semja nýtt lag á mann í hring. En höfundur lagsins eftirlætur næsta söngvaskáldi í boðhlaupinu að flytja það!

Miðvikudagur 8.október, 20:00

Flugbjörgunarsveitin Reykjavík 

Segulstormur – Tríó Sól & Halldór Eldjárn
Strengjatríó frumflytur ný verk og kemur fram ásamt Halldóri Eldjárn.

Fimmtudagur 9 október, 20:00

Fríkirkjan í Reykjavík


Trio Holistic // Róshildur
Framsækin djass frá Evrópu í Fríkirkjunni, Róshildur hitar upp.

Föstudagur 10 október, 20:00

Iðnó

Tónskáldahringekjan
Sex tónskáld semja verk fyrir hvort annað til flutnings þar til hringekjan hefur farið heilan hring.

Supersport! & Floni
Indí rokkhetjur Reykjavíkur, Supersport!, blandast auto-tjúnuðum blíðsöngvum rapparans Flona.

Laugardagur 11. október, 12:00
Garðheimar

Plantasía í Garðheimum
Hljóðgervla költ platan, Plantasía, flutt af þremur
synthum í plönturíki Garðheima.

Laugardagur 11. október, 18:00
Fríkirkjan

Hania Rani kynnir Chilling Bambino
Pólska píanóstjarnan tryllir lýðinn með
rafvæddri nútímaklassík sinni.

Laugardagur 11 október, 21:00
AUTO

BAROKK Á KLÚBBNUM SNÝR AFTUR

Barokkið rafvæðist í rökkri næturklúbbsins
AUTO við Lækjargötu.

Sunnudagur 12 október, 16:00
TBR, Tennis og Badmintonhöll Reykjavíkur

See Instructions
Magnús Jóhann, Íris Ásmundar og Karitas Lotta
flytja glænýtt íslenskt dansverk.

Lestu einnig
Allar fréttir
Tákn Tónlistarmiðstöðvar