Opið fyrir umsóknir á Jazzahead!

04 September 2025

Jazzahead! 2026 hefur opnað fyrir umsóknir, umsóknarfresturinn rennur út 8. október 2025.

Jazzahead! er stærsta jazzráðstefna Evrópu, oft kölluð „The Family Reunion of Jazz“. Þar koma saman tónlistarfólk, útgáfufyrirtæki, auglýsingastofur, fulltrúar tónlistarhátíða, bókarar, útvarpsstöðvar og allskonar áhugafólk um jazz.

Um 20.000 þúsund gestir, þar af um 3.500 fagaðilar, fjölmenna hátíðina ár hvert sem og býður hátíðin upp á um 200 tónleika. Á tónleika hluta ráðstefnunnar koma fram nöfn djass senunnar ásamt upprennandi tónlistarfólk í senunni.

Í ár verður faghátíðin og ráðstefnan haldin 23 - 25 apríl, í Bremen, Þýskalandi og er opið fyrir umsóknir.

Frekari upplýsingar um hátíðina og umsóknir má finna hér >>

Faghátíðir (e. Showcase festivals) eru frábrugðnar hefðbundnum tónlistarhátíðum þar sem stór hluti tónleikagesta eru fagfólk úr tónlistarbransanum og geta verið stökkpallur á alþjóðlegan tónlistarmarkað þegar vel er að staðið. Slíkar hátíðir eru mikilvægur liður í útflutningi á íslenskri tónlist.

Ef ætlunin er að koma tónlistarverkefni á framfæri á showcase hátíð er mikilvægt að kynna sér vel stefnu hverrar hátíðar og setja sér skýr markmið með þátttöku, einnig er nauðsynlegt að tónlistarverkefnið sé tilbúið til útflutnings (e. export ready).

Lestu einnig
Allar fréttir
Tákn Tónlistarmiðstöðvar