Of Monsters and Men taka yfir Love Letter lagalistann

18 October 2025

Mögulega vinsælasta hljómsveit Íslandssögunnar, Of Monsters and Men, taka við Love Letter lagalistanum þessa vikuna!

Of Monsters and Men gáfu út sína fjórðu plötu, All is Love and Pain in The Mouse Parade, í gær! Þetta er fyrsta plata hljómsveitarinnar síðan 2019 en meðlimir hljómsveitarinnar hafa verið iðin í íslensku tónlistarsenunni undanfarin árin og gefið út allskonar efni með helling af mismunandi verkefnum. Hljómsveitin er nú í óða önn að fylgja útgáfunni útgáfunni eftir með svokölluðum "in-store" tónleikum í Bretlandi og senda okkur þessa kveðju frá strandborginni Brighton.

OMAM tileinkar ástarbréfi sínu vinum og samferðafólki sínu í þessi ár sem hafa liðið frá síðustu útgáfu. Þetta er hlý kveðja en ekki allslaus við trega og mögulega má finna fyrir smá heimþrá hér og þar. Hinn fullkomni lagalisti til að setja á þegar maður finnur fyrir löngun til að hringja í gamlan við sem maður hefur ekki heyrt í lengi. Það er kominn tími til. Hringjum í vini okkar.

Við óskum OMAM innilega til hamingju með útgáfuna og öllum öðrum yndislegrar helgar! 

Lestu einnig
Allar fréttir
Tákn Tónlistarmiðstöðvar