Inspector Spacetime taka yfir Love Letter lagalistann!

15 January 2026

Partísprengjurnar í Inspector Spacetime taka við Love Letter lagalistanum þessa vikuna. 

Hljómsveitin er stödd í Gröningen Hollandi í augnablikinu en þau koma fram á tónlistarhátíðinni ESNS um helgina. Inspector eru á mikilli siglingu þessa dagana og hafa komið fram á ótal faghátíðum undanfarið árið, Spot í Árhúsum, SHIP í Króatíu, Reeperbahn í Þýskalandi og svo mætti lengi telja. Fyrir vikið hafa þau vakið gríðarlega athygli alþjóðlegra miðla, til að mynda breska tónlistarblaðsins Clash, sem kallaði þau á dögunum “your new favourite band”. Það er því veisla í kortunum í Hollandi um helgina. 

Lagalistinn er til jafns óður til gleðinnar og óður í gleðina. Hér má finna hlöðuballs hittara, sveitaballa sálma, tilraunaeldhúspartí, ringulreiv og meira til. Hinn fullkomni ferðafélagi inn í helgina, sama hvaða áratugur er!

Lestu einnig
Allar fréttir
Tákn Tónlistarmiðstöðvar