Bransakjaftæði: „Ég hélt aldrei að ég myndi vinna við tónlist.“ segir kvikmyndatónskáldið Herdís Stefánsdóttir

25 September 2025

Annar þáttur nýrrar seríu Bransakjaftæðis er kominn út á allar helstu streymisveitur!

Bransakjaftæði eru hlaðvarpsþættir sem fjalla um tónlistarbransann og alla hans króka og kima. Hann er hugsaður sem valdeflandi tól fyrir ungt tónlistarfólk.

Í þættinum spjallar Sigtryggur Baldursson við kvikmyndatónskáldið Herdísi Stefánsdóttur um hennar tónlistarferil, allt frá tveggja hæða skemmtaranum til örlagaríks samtals við Jóhann Jóhannsson.

Í þessari seríu Bransakjaftæðis mun Sigtryggur Baldursson einnig spjalla við Herdísi Stefánsdóttur og Pál Ragnar Pálsson um þeirra tónlistarferla.

Horfðu á hlaðvarpið hér:

Hlustaðu á hlaðvarpið hér:

Amazon music - Apple podcast - Spotify - Podbean

Horfðu á fyrsta þátt nýrrar seríu Bransakjaftæðis þar sem Sigtryggur talar við Rubin Pollock>>

Bransakjaftæði er framleitt af Tónlistarmiðstöð

Lestu einnig
Allar fréttir
Tákn Tónlistarmiðstöðvar