Alþjóðlegar viðskiptaferðir

Tónlistarmiðstöð tekur reglulega þátt í alþjóðlegum viðskiptaferðum sem miða að því að efla tengslanet íslensks tónlistariðnaðar og auka aðgengi að erlendum mörkuðum. Í ár höfum við tekið þátt í tveimur slíkum ferðum, annars vegar til Los Angeles og hins vegar á þungarokkshátíðina Summer Breeze, sem voru báðar skipulagðar í samstarfi við NOMEX.

Íslenskum fagaðilum er boðið að sækja um þátttöku og eru ferðirnar kynntar sérstaklega þegar opnað er fyrir umsóknir, þannig að sem flestir hafi tækifæri til að nýta sér þau sóknarfæri sem skapast með slíkri þátttöku.

Tákn Tónlistarmiðstöðvar