Tónlistarsjóður

Eitt af lögbundnum verkefnum miðstöðvarinnar er að fara með umsýslu Tónlistarsjóðs.

Sjóðurinn veitir styrki til fjölbreyttra verkefna í tónlistarlífinu, þar á meðal til frumsköpunar, hljóðritunar og útgáfu, tónleikaferðalaga innanlands, útflutningsverkefna (ferða- og markaðsstyrkja) og til innviða og þróunar.

Sjálfstæðar úthlutunarnefndir eru skipaðar af ráðherra en starfsmaður Tónlistarmiðstöðvar hefur yfirumsjón með úthlutunum og heldur utan um störf úthlutunarnefnda.

Tákn Tónlistarmiðstöðvar