Taste of Iceland er viðburðaröð á vegum Inspired by Iceland sem miðar að því að kynna íslenska menningu á alþjóðlegri grundu.
Um er að ræða metnaðarfulla menningarhátíð sem er haldin um fjórum sinnum á ári, iðulega í Bandaríkjunum. Þar gefst gestum tækifæri til að upplifa brot af íslenskri menningu í gegnum matargerð, tónlist, kvikmyndir og hönnun. Tónlistarmiðstöð tekur virkan þátt í skipulagningu viðburðanna og heldur tónleika og aðra kynningarviðburði á hátíðinni.