Skiptivinnudvöl fyrir tónlistarfólk: Reykjavík - Nantes

Tónlistarborgin Reykjavík, City of Nantes, Tónlistarmiðstöð, STEF, hafnar.haus og tónlistarmiðstöðin Trempo í Nantes bjóða upp á skiptivinnudvöl fyrir tónlistarfólk, annars vegar frá Reykjavík og hins vegar frá Nantes.

Markmið verkefnisins er að tengja saman borgirnar tvær og tónlistarsamfélög þeirra, auk þess að stuðla að sjálfbæru samstarfi með því að nýta kraft tónlistar og sköpunar.

Vinnudvölin býður útvöldum einstaklingum möguleika á að skapa tónlist í fullbúnu hljóðveri og æfingarými í 2-3 vikur, án tiltekinna kvaða um endanlega útkomu þeirrar vinnu. Dvölin er jafnframt einstakt tækifæri fyrir viðkomandi listafólk til að tengjast tónlistarsenununum í borgunum, öðru listafólki og aðilum úr tónlistariðnaðinum.

Tákn Tónlistarmiðstöðvar