Tónlistarmiðstöð ber ábyrgð á framkvæmd og eftirfylgni fjölda aðgerða í aðgerðaáætlun tónlistarstefnu ríkisins.
Miðstöðin hefur þegar komið til framkvæmda aðgerðum sem snúa að fræðslu, ráðgjöf og stuðningi við tónlistarfólk, aukinni kynningu á íslenskri tónlist, samstarfi við sendiskrifstofur Íslands erlendis og eflingu kynningar á landinu, tónlist þess og hátíðum.
Aðgerðirnar eru í stöðugri þróun og felast m.a. í fræðsluáætlun, ráðgjöf, samstarfi við utanríkisþjónustuna og stefnumótunarvinnu.