Tónlistarmiðstöð býður tónlistarfólki og fagfólki í tónlistariðnaðinum upp á vinnustofu í styrkumsóknargerð með verkefnastjóranum Julie Runge Bendsen. Vinnustofan mun fara fram í sal Tónlistarmiðstöðvar, Austurstræti 5, miðvikudaginn 8. október.
Julie mun deila með þáttakendum helstu aðferðum sem hún nýtir sér við styrkumsóknargerð. Hún mun fara yfir hagnýtar spurningar og mismunandi sjónarmið sem þarf að velta fyrir sér við gerð styrkumsókna og veita þátttakendum hvatningu og innblástur við umsóknargerðina
Julie Runge Bendsen er sjálfstætt starfandi verkefnastjóri sem sérhæfir sig í styrkumsóknargerð fyrir norræna tónlistargeirann. Af samstarfsaðilum sem Julie hefur unnið með má nefna Iceland Airwaves, INNI, Lea Kampmann, Source Material og The Physical Cinema Festival. Julie hefur verið hluti af íslensku tónlistarsenunni frá árinu 2015 sem starfsnemi í Mengi, þar sem hún varð síðar rekstrarstjóri.
Hún starfaði einnig hjá Tónlistarborginni Reykjavík og öðlaðist þar dýrmæta reynslu af styrkjaumhverfinu í gegnum Úrbótasjóð tónleikastaða og tók þátt í að tryggja veglegan Evrópustyrk fyrir verkefni innan Tónlistarborgarinnar.
Nánari dagskrá og tímasetning verður kynnt síðar