Með allt á hreinu - Hvernig kem ég tónlistinni minni á framfæri?

Með allt á hreinu – Hvernig kem ég tónlistinni minni á framfæri á Íslandi?

🗓️ 21. október 2025, kl. 17:30–19:30, Tónlistarmiðstöð, Austurstræti 5

Á þessum viðburði fer Með allt á hreinu fræðsluröðin í gegnum hvernig tónlistarfólk getur kynnt tónlistina sína markvisst – með réttum verkfærum og góðri framsetningu. Um er að ræða frábært tækifæri fyrir alla sem vilja skerpa á kynningarvinnu sinni, hvort sem um er að ræða byrjendur eða lengra komna. 

Viðburðurinn hefst á innleggi frá Árna Hjörvari, markaðs- og kynningarstjóra Tónlistarmiðstöðvar. Erindið, sem ber heitið “Fyrstu kynni” fjallar um hvernig góð römmun getur mótað hvernig hlustandinn skilur tónlistina. Þarna mun hann fara yfir mikilvægi kynningartexta og framsetningar, því oftar en ekki er jú um að ræða fyrstu kynni.

Eftir stutt erindi Árna fara af stað pallborðsumræður þar sem margt af fulltrúar nokkurra af helstu tónlistarmiðlum landsins situr fyrir spurningum. Pallborðið mun ræða hvað virkar og hvað síður. Þar verður farið yfir hvernig lög komast í spilun á útvarpsstöðvum landsins og hvernig tónlistarfólk fær umfjöllun ásamt því að almenn kynningarmál svo sem fjölmiðlapakkar (e. Press kit), fréttatilkynningar og samfélagsmiðlaherferðir verða ræddar.

Í pallborðinu sitja:

  • Sigurður Þorri Gunnarsson - Tónlistarstjóri Rásar 2 
  • Bragi Guðmundsson - Tónlistarstjóri Bylgjunnar 
  • Ish Sveinsson Houle- tónlistarpenni hjá Reykjavik Grapevine 

Anna Rut Bjarnadóttir, verkefnastjóri hjá Tónlistarmiðstöð, stýrir umræðum. 

Viðburðurinn er ókeypis og öllum opinn en við óskum eftir því að áhugasöm skrái sig hér

Dagsetningar
Dagsetning
21 October 2025
 –
Staðsetning
Vefsíða
Aðrir viðburðir
Allir viðburðir
Tákn Tónlistarmiðstöðvar