English

Opið fyrir umsóknir á Eurosonic 2025

24
.  
May
 
2024

Næsta hátíð: 15.-18. janúar 2025

Umsóknarfrestur: 1. september 2024

Hvar? Groningen, Holland

Hversu margir mæta? 42.000

Svið: 48

Hátíðir: 400

Tónlistartegundir: Rokk, raf, hip-hop, R&B, Indie, Alternative og Folk

Tónlistarhátíðin Eurosonic Noorderslag í Groningen, Hollandi hefur opnað fyrir umsóknir, en hún er ein mikilvægasta showcase-hátíð Evrópu og mun fara fram 15. –18. janúar 2025.  

Showcase-hátíðir (e. faghátíðir) eru frábrugðnar hefðbundnum tónlistarhátíðum þar sem stór hluti tónleikagesta er fagfólk úr tónlistarbransanum og þær geta verið stökkpallur á alþjóðlegan tónlistarmarkað þegar vel er að staðið. Slíkar hátíðir eru mikilvægur liður í útflutningi á íslenskri tónlist.

Ef ætlunin er að koma tónlistarverkefni á framfæri á showcase-hátíð er mikilvægt að kynna sér vel stefnu hverrar hátíðar og setja sér skýr markmið með þátttöku, einnig er nauðsynlegt að tónlistarverkefnið sé tilbúið til útflutnings (e. export ready).

Eurosonic sækja bókarar allra stærstu tónlistarhátíða heims, en um 4000 tónlistarfagaðilar sækja hana ár hvert. Athugið að það er bara hægt að koma fram einu sinni á þessari hátíð og því skiptir höfuðmáli að nýta þennan vettvang vel; skilja sín markmið og geta fengið lykilaðila í salinn að horfa á tónleikana ykkar. Það er betra að bíða til næsta árs heldur en að taka þátt illa undirbúin. Algengustu mistök sem fólk gerir í sambandi við svona hátíðir er að fara of snemma vegna þess að hátíðarnar eru ekki alltaf að skoða bakgrunn umsækjenda.

Við mælum helst með því að tónlistarmenn sem fara inn á hátíðina taki með sér umboðsmann, eða a.m.k. einhvern sem getur sinnt því hlutverki á hátíðinni, sem getur talað ykkar máli inn í bransann sem verður á staðnum.

Ásgeir, Aurora, Benjamin Clementine, Birth of Joy, Coely, Ewert and the Two Dragons, Hozier, Ibeyi, Jaakko Eino Kalevi, Jungle, MØ, Milky Chance, Seinabo Sey, SOAK, Vök, Years & Years eru allt dæmi um tónlistarfólk sem kom fram á Eurosonic hátíðinni og nýtti sér þann vettvang til að setja af stað alþjóðlegan feril í tónlist.

Lesið meira um „Export Ready“

Lesið meira um showcase-hátíðir

Við hvetjum ykkur til að skoða vel hvort þátttaka í Eurosonic sé tímabær vettvangur fyrir ykkur. Ef svarið er já, hvetjum við ykkur til að setja púður í þrusu-umsókn og sækja um.

< Sækja um hér >

Lestu einnig

Allar fréttir
Tákn Tónlistarmiðstöðvar