English

Atli Örvarsson hlaut BAFTA verð­launin

29
.  
April
 
2024

Kvik­myndatón­skáldið og pí­an­ist­inn Atli Örvars­son hlaut í gær bresku kvik­mynda- og sjón­varps­verðlaun­in BAFTA fyr­ir tónlist sem hann samdi fyr­ir þáttaröðina Silo. Þetta eru fyrstu BAFTA verðlaun Atla.

Í ræðunni sinni kallaði Atli Silo draumaverkefni og þakkaði kærlega fyrir sig.

Hægt er að horfa á ræðuna hér að neðan.

Þrjú önn­ur voru tilf­nefnd í sama flokki og Atli, það voru Na­talie Holt fyr­ir tónlist í þáttaröðinni Loki, Bla­ir Mowat fyr­ir tónlist í þáttaröðinni Nolly og Adiescar Chase fyr­ir tónlist í þáttaröðinni Heart­stopp­er.

Fleiri Íslend­ing­ar hafa hlotið BAFTA verðlaun­in fyrir framúrskarandi tónlist, þar á meðal er Hild­ur Guðna­dótt­ir fyr­ir tónlistina í kvikmyndinni Joker og Ólaf­ur Arn­alds fyr­ir tón­list­ina í þátt­un­um Broa­dchurch.

Við óskum honum innilega til hamingju með þennan merka árangur.

Þið getið hlustað á vinningsplötuna hér:

Lestu einnig

Allar fréttir
Tákn Tónlistarmiðstöðvar