English

Árstíðir fer á Nordic Folk Alliance fyrir hönd Íslands 2024

15
.  
May
 
2024

Árstíðir kemur fram fyrir hönd Íslands á Nordic Folk Alliance, tónlistarhátíð og ráðstefnu fyrir norræna þjóðlagatónlist sem haldin verður í Hróarskeldu í Danmörku dagana 21.-24. maí.

Þjóðlagatónlist nær til þeirrar tónlistarstefnu sem berst manna millum í gegnum aldirnar og byggir á sagnahefð. Tónlistin er oft rödduð eða leikin á hefðbundin hljóðfæri og nýtur sín best í lifandi flutningi. 

Árstíðir er því fullkomin hljómsveit til að fara út fyrir hönd Íslands, en þeirra sérstaða er að semja og flytja tónlist með nútímablæ sem byggir samt á rímum og annarri menningararfleifð okkar Íslendinga. Uppistaðan í þeirra tónlist eru fágaðar raddir styrktar með fallegum strengjaútsetningum. Árstíðir hefur í gegnum tíðina fengið mikla útvarpsspilun á Íslandi, en það var þegar flutningur þeirra á Heyr himna smiður í lestarstöð varð „viral” á netinu sem þeir náðu stærri alþjóðlegri fótfestu. Þeir hafa ferðast um meira en 30 lönd í þremur heimsálfum og byggt sér upp tryggan aðdáendahóp. 

Einnig verður á ráðstefnunni Sigtryggur Baldursson sem fulltrúi frá Tónlistarmiðstöð og tveir aðrir íslenskir þátttakendur, þau Marína Ósk og Martin Sörensen.

Nordic Folk Alliance verður haldið í fjórða sinn þann 21. –24. maí 2024 í Hróarskeldu í Danmörku. Hátíðin er alþjóðlegur vettvangur fyrir þjóðlagatónlist (e. ‘folk music’) og er sú stærsta sinnar tegundar á Norðurlöndunum. Á hátíðinni koma saman fagaðilar og unnendur þjóðlagatónlistar og skapa vettvang fyrir rísandi stjörnur á markaðnum frá Norðurlöndum.

Fyrir miða og nánari upplýsingar kíkið á vefsíðu Nordic Folk alliance hér>>

Nordic Folk Alliance er skipulagt af NOMEX,  samstarfsvettvangi norrænu útflutningsskrifstofanna: Music Norway, Export Music Sweden, Music Finland, Iceland Music og Tempi frá Danmörku 

Þið getið hlustað á Árstíðir á lagalistanum okkar Iceland Music Acoustic:

Lestu einnig

Allar fréttir
Tákn Tónlistarmiðstöðvar