<p id="">Tónlistarmiðstöð var formlega opnuð þann 23. apríl í nýja aðsetri við Austurstræti 5 í Reykjavík. Opið hús kom þar á eftir þar sem gestum gafst tækifæri til að hitta starfsfólk miðstöðvarinnar og skoða nýju skrifstofur þeirra. </p>
<p id="">Tónlistarmiðstöð auglýsir eftir umsóknum vegna seinni úthlutunar úr nýjum Tónlistarsjóði árið 2024. Umsóknarfrestur er til og með 21. maí nk. Kl.15:00.</p>
<p id="">Ferðastyrkir eru veittir til tónleikahalds erlendis eða þátttöku í viðburðum erlendis sem miða að því að fjölga tækifærum og auka sýnileika utan Íslands. </p>
<p id=""><strong id="">Fyrsta úthlutun Tónlistarsjóðs fór fram við hátíðlega athöfn föstudaginn 23. febrúar í nýju húsnæði Tónlistarmiðstöðvar í Austurstræti 5, en eitt lykilhlutverk hennar samkvæmt lögum er að hafa umsjón með rekstri og starfsemi Tónlistarsjóðs. </strong></p>